Samningurinn byggir á viðræðum sem hafa staðið yfir frá árinu 2011 milli fyrirtækisins og samningahóps sveitarfélagsins undir formennsku Eyjólfs Þórs Sæmundssonar bæjarfulltrúa.
Lúðvík Geirsson formaður Hafnarstjórnar segir það mikið ánægjuefni að ná þessu samkomulagi milli bæjarins og fyrirtækisins. „Straumsvíkurhöfn er mjög mikilvægur hluti af rekstri Hafnarfjarðarhafnar og með þessum samningi mun það koma mun betur í ljós en áður hversu mikilvæg tekjulind höfnin er og mun verða fyrir sveitarfélagið til framtíðar“.
Flokkar:Uncategorized