Kappræður og kosningaskrifstofan opnuð

Margrét Gauja mun taka þátt í kappræðum stjórnmálaflokkanna annað kvöld.

Margrét Gauja mun taka þátt í kappræðum stjórnmálaflokkanna annað kvöld.

Það er óhætt að segja að það verður líf og fjör í Hafnarfirði út vikuna. Á morgun er 1. maí og þá er að sjálfsögðu kröfuganga sem allir mæta í. Hún hefst klukkan tvö og er lagt af stað frá planinu á Strandgötu við Bókasafn Hafnarfjarðar.

Eftir gönguna verður svo boðið upp á kaffi og með því á vegum verkalýðsfélaganna.

Um kvöldið verða kappræður í Gaflaraleikhúsinu sem allir eru hvattir til þess að mæta á. Samkvæmt auglýsingu frá aðstandendum kappræðnanna er yfirskrift fundarins: Vinna, samfélagið og velferðin. Gestum mun standa til boða að spyrja spurninga en verða að koma með þær tilbúnar skriflega fyrir fundinn. Eftir hlé verður svo tekið við spurningum úr sal.

Það er Margrét Gauja Magnúsdóttir sem mun mæta á fundinn fyrir hönd Samfylkingarinnar. Við hvetjum því sem flesta til þess að láta sjá sig.

En þá er fjörið aldeilis ekki búið í þessu yndislega bæjarfélagi. Því á laugardeginum er langur laugardagur hjá verslunarmönnum. Af því tilefni verður heljarinnar fjör í bænum, auk þess sem Samfylkingin mun opna kosningaskrifstofu sína samdægurs. Opnunin hefst klukkan tvö og verður boðið upp á kaffi, vöfflur og fjölbreytt tónlistaratriði.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: