Sýnir eigin myndir og listaverk nemenda

Brynja fyrir framan eigin myndir.

Brynja fyrir framan eigin myndir.

Brynja Árnadóttir mun sýna pennateikningar sínar á Björtum dögum í Gallerí S43, Samfylkingarhúsinu, strandgötu 43. Sýningin hefst klukkan sjö í kvöld.

Brynja er fædd 8. janúar 1942 á Siglufirði og lærði teikningu hjá Birgi Schiöth. Einnig nam hún hjá Ragnari Kjartanssyni myndlistamanni í Myndlistarskólanum við Freyjugötu, og hjá Jóni Gunnarssyni listmálara í Baðstofunni í Keflavík. Að öðru leyti er hún sjálfmenntuð.

Brynja vann í tuttugu ár í Lækjarskóla (frá 1985-2005). Hún teiknaði gjarnan myndir í vinnunni þegar lausi tími gafst og sáu krakkarnir það og gáfu henni myndirnar sínar. Brynja hefur haldið utan um þessar myndir, gjafir nemenda, í öll þessi ár, og ásamt því að sýna pennateikningar sínar, ætlar hún einnig að sýna þessar teikningar barnanna með. Hvetur hún því sérstaklega fyrverandi nemendur að koma á sýninguna og sjá hvort þeir þekki nokkuð sínar myndir.

Brynja ætlar einnig að sýna drumb sem hún fann í fjörunni á Fitjum í Njarðvík, sjórekinn, fyrir 30 árum. En drumburinn hefur með tímanum breyst í listaverk en Brynja hefur málað og teiknað á hann.

Sýningin opnar miðvikudaginn 23. apríl kl. 19.00-22.00 en síðan mun vera opið frá fimmtudag til laugardags 14.00-20.00. Hægt er að fræðast nánar um hana Brynju hér: http://www.brynjaart.com/ Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: