Það er kominn tími til þess að setja sig inn í aðalskipulagið

Gunnar Axel vill að sem flestir setji sig inn í umræðuna um aðalskipulagið. Því hún er gríðarlega mikilvæg fyrir íbúa.

Gunnar Axel vill að sem flestir setji sig inn í umræðuna um aðalskipulagið. Því hún er gríðarlega mikilvæg fyrir íbúa.

„Ég hugsa að hugtakið aðalskipulag eitt og sér fæli marga frá því að setja sig inní þessi mál,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinn í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs. Til þess að skilja betur endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar, hefur bæjarstjórn látið útbúa einfalt skýringamyndband.

Gunnar Axel segir að það sé meðal annars gert til þess að íbúar setji sig frekar inn í málið Því þrátt fyrir ýmislegt fleira sé gert til að tryggja virka aðkomu íbúanna að þessu verkefni þá er aldrei nema tiltölulega lítill hluti þeirra sem setur sig inn í málið og tekur beinan þátt að sögn Gunnars.

„Þetta er allavega tilraun til að breyta því, setja þetta stóra og mikilvæga hagsmunamál fram á þann hátt sem hentar vonandi fleirum, þar sem stóru línurnar eru dregnar uppá einfaldan og myndrænan hátt.“

Myndbandið má skoða hér en þar er farið yfir endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar fyrir 2005 til 2025. En auðvitað er sjón sögu ríkara.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: