Sýna vegglist og ljósmyndir í Gallerí S43

Þrír af listamönnunum sem sýna verk sín á sýningunni.

Þrír af listamönnunum sem sýna verk sín á sýningunni.

Listaýningin Motion, opnaði í Gallerí S43, (samfylkingarhúsinu) Strandgötu 43, síðasta föstudag. Fjöldi gesta komu en það eru ungir Hafnfirskir listamenn sem standa að sýningunni.

Sigurður Sigurbjörnsson sem notar listamanna nafnið Saver málar með úðabrúsa og akríltúss á striga og penslar með akríl litum. Hann sækir innblástur í graffíti og götulist og hefur tileinkað sér áhugaverðan stíl.

Siggi Saver notast meðal annars við úðabrúsa þegar hann býr til listaverkin.

Siggi Saver notast meðal annars við úðabrúsa þegar hann býr til listaverkin.

Hann vinnur í Húsinu, félagsmiðstöð, með ungu fötluðu fólki. Hann hefur kennt graffíti í listahóp á vegum Hafnarfjarðarbæjar.

Róbert Magnússon, Steinn Hlíðar og Stefán Atli sýna einnig ljósmyndir sínar og úr verður áhugaverð listsýn ungra manna í Hafnarfirði sem forvitnilegt er að kynna sér.

Þetta er þeirra fyrsta sýning.

Sýninginn stendur til 13. apríl. Opið verður mánudaginn 7. apríl – föstudaginn 11. apríl frá 17.30-20.00 og laugardaginn 12 apríl frá 12.00-18.00. Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: