Sirkus og færeysk tónlist á löngum laugardegi

Fríða er spennt fyrir laugardeginum. Og eðlilega. Það stefnir í heljarinnar fjör.

Fríða er spennt fyrir laugardeginum. Og eðlilega. Það stefnir í heljarinnar fjör.

„Okkur líst rosalega vel á þetta. Hér verður sirkus og allt að gerast,“ segir Fríða Jónsdóttir, eigandi skartgripabúðarinnar Fríðu á Strandgötunni í Hafnarfirði, en búðareigendur ásamt Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar, standa fyrir löngum Laugardegi um helgina. Þá verða verslanir opnar til klukkan fimm. Og það er ljóst að það verður ekki aðeins hægt að versla næsta laugardag, því Sirkus Íslands kemur og leikur listir sínar auk þess sem hljómsveitin Somtime tekur lagið og færeyska söngkonan, Laila Av Reyni, stígur á stokk.

Þá verðu Norræna ferðaskrifstofan með kynningu á færeyskri fiskisúpu og fleira góðgæti.

Fríða segir að það sé kominn tími til þess að landsmenn átti sig á því hversu frábær verslunargata Strandgatan sé. Hún vísar meðal annars til þess að athyglisverðar hönnunarbúðir eru við götuna. Meðal annars Júníform, Andrea og fleiri verslanir sem undirstrika fjölbreytni þessarar einstöku verslunargötu á höfuðborgarsvæðinu. Hér sé af nógu að taka; enda þema dagsins hönnun í Hafnarfirði.

Bærinn okkar hvetur fólk auðvitað til þess að mæta og skoða úrvalið og njóta skemmtiatriðanna. Enda er Hafnarfjörður bær í blóma.

Hér má kynna sér dagskrána betur: http://mlh.isFlokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: