Frítt í sund og á söfn fyrir hafnfirska námsmenn

Það er frítt í sund og frábær sýning um neysluhyggju samfélagsins í Hafnarborg. Ekki láta þér leiðast í verkfalli.

Það er frítt í sund og frábær sýning um neysluhyggju samfélagsins í Hafnarborg. Ekki láta þér leiðast í verkfalli.

Ákveðið hefur verið að bjóða framhaldskólanemendum að nýta sér sundlaugar bæjarfélagsins sér að kostnaðarlausu á meðan á verkfalli framhaldskólakennara stendur. Þeir þurfa einungis að framvísa nemendaskírteini í móttöku. Þetta kemur fram á heimasíðu Hafnarfjarðarbæjar.

Vakin er athygli á því að einnig er ókeypis í söfn og menningarstofnanir bæjarins.

Vinaskjól, frístundatilboð fatlaðra framhaldsskólanema, sem alla jafna er opið eftir hádegi er nú einnig opið fyrir hádegi á meðan á verkfalli stendur.

Lengdur opnunartími stendur þeim nemendum til boða sem nýta þetta úrræði og þurfa á þessari þjónustu að halda á morgnana á meðan á verkfalli stendur.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: