Íþróttastarf í Hafnarfirði ótrúlega fjölbreytt

Eyrún Ósk Jónsdóttir mun ásamt Öddu Maríu Jóhannsdóttur, ræða um íþróttir og málefni tengdu ungu fólki í kvöld.

Eyrún Ósk Jónsdóttir mun ásamt Öddu Maríu Jóhannsdóttur, ræða um íþróttir og málefni tengdu ungu fólki í kvöld.

„Ég hlakka til að heyra hugmyndir fólks um hvernig við getum komið enn betur til móts við börnin okkar og unga fólkið, svo að allir fái að njóta sín á sínum forsendum í því fjölbreytta íþrótta- og tómstundarstarfi sem boðið er upp á í Hafnarfirði,“ segir Eyrún Jónsdóttir, en hún, ásamt Öddu Maríu Jóhannsdóttur, standa fyrir fundi um íþróttamál og málefni ungs fólks í húsnæði Samfylkingarinnar á Strandgötunni í kvöld.

Fundarröð Samfylkingarinnar, Tölum saman – þar sem stjórnmálafólk leitast við að hlusta á bæjarbúa – hefur gengið vonum framar. Eyrún segir að nú sé komið að því að ræða einn stærsta málaflokk bæjarins; sem eru íþróttir og málefni ungs fólks.

„Hafnarfjörður hefur oft verið kallaður íþróttabærinn enda eigum við ótrúlega stóran hóp afreks íþróttafólks sem við getum verið virkilega stolt af,“ segir Eyrún og bætir við að Hafnarfjörður hafi verið fyrsti bærinn á landinu til þess að taka upp niðurgreiðslu vegna íþrótta og tómstundarstarfs, „og var það frábært skref í að tryggja öllum börnum jafnan aðgang að íþrótta og tómstundariðkun og auka þátttöku.“ segir Eyrún.

Aðrir bæir hafa fylgt í kjölfarið enda árangurinn augljós; það er eins og bærinn framleiði afreksfólk í íþróttum.

„Nú er spennandi að sjá hvaða skref við viljum taka næst sem bæjarfélag til þess að tryggja jöfnuð enn frekar,“ segir Eyrún.

Hún segir fjölbreytni íþrótta sem boðið er upp á í bænum mikilvæga. „Hér eru krakkar að æfa boltaíþróttir, fimleika, klifur, box, hestamennsku, akstursíþróttir og svo ótal margt að maður þekkir ekki einu sinni allar greinarnar. Síðan bíður Flensborgarskólinn upp á afreksíþróttabraut og heldur úti stefnu um heilsueflandi skóla og þetta allt styður ungt íþrótta fólk í að sinna sínu áhugasviði,“ segir Eyrún.

Fundurinn hefst klukkan átta í kvöld og verður, eins og fyrr segir, í Samfylkingarhúsinu á Strandgötu 43.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: