Vill draga úr plastpokanotkun

Það voru umbúðir utan um ostaslaufu sem gerði útslagið.

Það voru umbúðir utan um ostaslaufu sem gerði útslagið.

Fyrir Alþingi liggur nú þingsályktunartillaga þess efnis að skoðuð verði hagkvæmni þess að draga úr notkun plastpoka en Margrét Gauja er fyrsti flutningsmaður hennar. Þetta er meðal þess sem fram kemur í athyglisverðu viðtali DV við Margréti Gauju, bæjarfulltrúa í Hafnarfirði, og birtis á vef blaðsins í dag.

Þar er fjallað um byltingu Margrétar vegn umbúðum og hugsjónir hennar um að landið geti dregið verulega úr plastpokanotkun.

Margrét Gauja nefnir svo í viðtalunu að víða erlendis tíðkist að viðskiptavinir skilji óþarfa umbúðir eftir í verslunum um leið og varan er keypt.

„Þegar það fer að hrannast upp þá verða búðirnar náttúrlega að bjóða upp á einhvern farveg fyrir umbúðirnar sem eru skildar eftir. Það myndar vonandi þrýsting á framleiðsluaðila og söluaðila og þeir hætti að bjóða okkur upp á þessar ofboðslegu umbúðir. Fólk nennir ekki að vera að kaupa rusl og fara með það allt heim til sín, vitandi að það þarf síðan að borga fyrir að losa sig við það,“ segir hún og bætir við: „Mér finnst þetta bara fara vaxandi, ruslatunnurnar hjá mér báðar, þær anna þessu ekki.“

Hér má lesa vefútgáfu viðtalsins við Margréti Gauju: http://www.dv.is/neytendur/2014/3/25/bann-vid-plastpokanotkun-i-reykjavik/Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: