Vellirnir – ein íbúð eftir

Lesandi síðunnar sendi okkur þessa mynd eftir að hafa lesið um ótrúlegan áhuga á fasteignum á Völlunum,

Lesandi síðunnar sendi okkur þessa mynd eftir að hafa lesið um ótrúlegan áhuga á fasteignum á Völlunum,

Lesandi Bæjarins okkar sendi þessa mynd eftir að hafa lesið frétt síðunnar um sölu á 25 íbúðum á Bjarkarvöllum sem seldust upp á einum sólarhring. Eins og sést á myndinni eru þetta Eskivellir 21 a og b. Og þar er aðeins ein íbúð eftir.

Það er fasteignasalan Ás sem selur íbúðirnar, en þeir sáu einmitt, ásamt Hraunhamri, um sölu á íbúðunum 25 sem seldust upp á mettíma á Bjarkarvöllunum.

Þá greindi Bærinn okkar einnig frá því í vikunni að Icelandair hygðist reisa bækistöðvar við Flugvöll þar sem meðal annars flugmenn framtíðarinnar verða þjálfaðir. Þar má búast við að minnsta kosti 100 störf skapist í kringum starfsemina.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: