Ófeigur og Eva: Minni íbúðir og leiguhúsnæði gætu verið svarið

Ófeigur Friðriksson og Eva Lín ætla að tala um húsnæðismálin í kvöld.

Ófeigur Friðriksson og Eva Lín ætla að tala um húsnæðismálin í kvöld.

„Eitt helsta verkefni okkar hér í Hafnarfirði á komandi kjörtímabili er að bregðast við þeim gífurlega húsnæðisvanda sem steðjar að bæjarbúum og raunar víðar á höfuðborgarsvæðinu,“ segir Ófeigur Friðriksson, viðskiptastjóri og fjórði maður á lista Samfylkingarinnar fyrir næstu sveitastjórnarkosningar.

Hann, ásamt Evu Lín, ætla að standa fyrir fundi í kvöld um húsnæðismál. Fundurinn er í fundarröð Samfylkingarinnar sem heitir einfaldlega; Tölum saman. Nú þegar hafa fjölmargir bæjarbúar mætt á fundina, meðal annars um lýðræðis- og fræðslumál.

Ófeigur segir að það sé meðal annars mikilvægt að byggja minni íbúðir í bænum, „sem þó geta hæglega verið tveggja til þriggja herbergja. Þannig getum við mætt stórum hópi fólks,“ segir Ófeigur, og tekur sem dæmi metsölu fasteignasala á Völlunum um helgina síðustu, þegar 25 litlar íbúðir seldust á sólarhring. Það er augljóst að það vantar sárlega litlar íbúðir.

Eva Lín er töluvert yngri en Ófeigur, en hennar kynslóð fer á húsnæðismarkaðinn innan skamms eða er að taka sín fyrstu skref.

„Ungt fólk er í þeirri stöðu að það getur ekki sparað sér fyrir því að kaupa húsnæði. Því þarf að skapa einhvern grundvöll til þess að geta gert það,“ segir Eva og bætir við: „Þar eru litlar leiguíbúðir svarið. En leiguverðið er allt of dýrt og ungt fólk festist í einhverju peningasulli þegar það fer út á leigumarkaðinn.“ Hún segir að þarna þurfi að finna einhverskonar lausn.

Eva segir það svo mikilvægt fyrir háskólanema, fyrir þá sem eru ekki á einkabílum, að húsnæði standi til boða sem sé miðsvæðis í Hafnarfirði. Og þannig geti þeir verið nálægt allir þjónustu og almenningssamgöngum.

„Við viljum bæta úr þessu, en við verðum að fá álit almennings á því hvort það séu til betri leiðir, eða lausnir,“ segir Eva að lokum.

Fundurinn hefst klukkan átta í kvöld og verður í Samfylkingarhúsinu á Strandgötu 43. Og eins og fyrr, þá verður þjóðfundarfyrirkomulagið á þessu. Það er nefnilega kominn tími til þess að bæjarbúar segi hug sinn og stjórnmálamenn hlusti.Flokkar:Uncategorized

Efnisorð:, , , ,

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: