Þá lýsti hún því hvernig sonur hennar, Freysi, var á glænýju hjólabretti við Ásbúðartröðina, þegar kona um sextugt ók yfir það. Konan stoppaði svo og hundskammaði Freysa og ók svo í burtu.
Freysi hafði safnað sjálfur fyrir hjólabrettinu, og því var sárt að missa brettið með þessum hætti, og vera skammaður fyrir að auki.
Það voru ljúflingarnir í brettabúðunum Brim og Mohawks sem sáu aumur á drengnum og gáfu honum annarsvegar fullbúið hjólabretti og svo hjólabrettaplötu.
Eðlilega ríkir mikil gleði heima hjá Freysa yfir að hann hafi fengið nýtt bretti, en sjálf sagði móðir hans, Berglind, í viðtali við Vísi, daginn eftir að pistill hennar birtist, að það væri þó samkenndin sem hefði snert hana hvað mest.
Til stendur nú að opna hjólabrettaaðstöðu á vegum Brettafélags Hafnarfjarðar í gömlu slökkviliðsstöðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Margréti Gauju Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, er vonast til þess að aðstaðan geti opnað í lok apríl.
Flokkar:Hafnfirðingar