Þar var meðal annars rætt um niðurstöður vegna mengunarmáls á Völlunum en fundurinn náði til íbúa á Völlunum, Áslandi og Setbergi.
Umhverfis- og framkvæmdarráð kynnti niðurstöður Náttúrufræðistofnun Íslands þar sem fram kom í dag að mengun í iðnaðarhverfinu í Hellnahverfi væri staðbundin, og hefði ekki borist í íbúabyggð.
Það var margt sem brann á íbúum á fundinum, meðal annars snjómokstur og fjármál bæjarins. Eins var rætt um rafstöð í hverfinu sem margir vilja fá í burtu.
Þá spurði einn fundargestanna hvort það væri hægt að koma einhverju böndum á „bæjarlistamanninn“ sem hefur farið um hverfið á síðustu dögum, og krotað á byggingar í verulegri óþökk íbúa hverfisins, meðal annars skólann – þar sem fundurinn fór fram.
Dagurinn í dag hefur verið góður fyrir íbúa á Völlunum. Þannig greindi Bærinn okkar frá því í morgun að fasteignasölurnar Ás og Hraunhamar hefðu selt 25 íbúðir í fjölbýlishúsi á Bjarkarvöllum á einum sólarhring.
Flokkar:Uncategorized