Adda María: Við þurfum að tala um skólakerfið

Adda María með börnum sínum. Sjálf er hún kennari og vill bæta skólakerfið í Hafnarfirði.

Adda María með börnum sínum. Sjálf er hún kennari og vill bæta skólakerfið í Hafnarfirði.

„Skólakerfið fór ekki varhluta af niðurskurði eftir hrun en nú horfum við fram á bjartari tíma,“ segir enskukennarinn og tónlistarkonan, Adda María Jóhannsdóttir, en hún mun, ásamt Friðþjófi Helga Karlssyni skólastjóra, standa fyrir fundi með íbúum Hafnarfjarðar í kvöld um skólamál.

Bæði Adda og Friðþjófur eru vel kunnug skólakerfinu. Adda María kennir ensku í Flensborg, og situr því heima þessa dagana í verkfalli kennara, en Friþjófur Helgi er skólastjóri Smáraskóla í Kópavogi.

Adda María segir skólana eðlilega mikilvægustu grunnstoð samfélagsins. „Og við viljum auðvitað að vel sé búið að börnunum okkar með hæfu og góðu starfsfólki, aðbúnaði og hlýlegu andrúmslofti.“

Hún segir það mikilvægast nú, eftir mikinn niðurskurð eftirhrunsáránna, að huga að uppbyggingu. „Og við þurfum að tala saman um það hvernig við viljum byggja upp góða skóla í Hafnarfirði til framtíðar,“ segir Adda María. „Sú brottfallsumræða sem í dag á sér stað um nemendur í framhaldsskólum á sér nefnilega aðdraganda og því þurfum við að bregðast við,“ bætir Adda María við.

Friðþjófur Helgi verður einnig með í umræuðunum í kvöld.

Friðþjófur Helgi verður einnig með í umræðunum í kvöld.

Fundurinn í kvöld er hluti af fundarröð með frambjóðendum Samfylkingarinnar til sveitarstjórnarkosninga.

„Markmiðið er að skapa samtal við bæjarbúa. Við þurfum að tala saman um þessi mál ef við ætlum að bæta þau,“ segir Adda María sem sjálf er að stíga sín fyrstu skref í stjórnmálum.

„Ég upplifi mig ekki eins og ég sé einhver stjórnmálamaður, ég er kennari og tónlistarkona, og ég vil breyta samfélaginu mínu. Og það vil ég gera með aðstoð bæjarbúa,“ segir hún að lokum.

Fundurinn hefst klukkan átta í kvöld og fer fram í húsnæði Samfylkingarinnar á Strandgötu 43.Flokkar:Uncategorized

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: