Ný vínbúð í Hafnarfjörð: Kælir og aukið vöruúrval

Image

Síðasti sjéns til þess að kaupa sér vín í Firðinum, er í dag.

Vínbúðin í Firði flytur á morgun, þriðjudag, á nýjan stað að Helluhrauni 16-18, sem er við hlið Bónuss. Í tilkynningu á vef áfengisverslunar ríkisins kemur fram að hin nýja vínbúð verði öll hin glæsilegasta og vöruvalið hafi verið stóraukið. Vínbúðin í Hafnarfirði verður þar með fjórða Vínbúðin sem hefur allt vöruvalið til sölu, hinar eru Heiðrún, Kringlan og Skútuvogur.

Húsnæði Vínbúðarinnar er mun stærra en áður, komið verður upp rúmgóðum kæli fyrir bjór og öll aðstaða fyrir viðskiptavini og starfsfólk hefur verið bætt til muna. Nýja Vínbúðin liggur vel við umferð og næg bílastæði eru til staðar.

Á sama tíma lokar núverandi Vínbúð sem staðsett er í verslunarmiðstöðinni Firði, en Vínbúðin opnaði þar árið 1994 og hefur því verið á sama stað í tæp 20 ár.

Á vefn Vínbúðarinnar segir að á síðustu árum hafi þróunin verið sú að viðskiptavinir gera meiri kröfur um gott aðgengi, kæla og vöruval og því er þessi nýja Vínbúð kærkomin lyftistöng fyrir viðskiptavini í Garðabæ og Hafnarfirði, að því er fram kemur á vef Vínbúðarinnar.Flokkar:Hafnfirðingar, Viðskipti

%d bloggurum líkar þetta: