Húsfyllir var á kynningarfundi frambjóðenda í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gær.
Þar kynntu þátttakendur í flokksvalinu sig og sín áherslumál og svöruðu spurningum um fjölbreytt málefni.
Þátttakendur í flokksvalinu eru 14 talsins.
Mikil og góð stemmning var á fundinum og augljóst að það er mikill hugur í Samfylkingarfólki í Hafnarfirði.
Flokksvalið fer fram dagana 14. og 15. febrúar nk.. Kjörfundur verður í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43 og stendur frá kl. 10 -19 föstudaginn 14. febrúar og frá 10 – 18 laugardaginn 15. febrúar.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43, þriðjudaginn 11. febrúar, miðvikudaginn 12. febrúar og fimmtudaginn 13. febrúar og stendur frá kl. 16-19.
Hér má nálgast kynningarrit sem gefið var út í tilefni flokksvalsins..
Flokkar:Hafnfirðingar