Húsfyllir á kynningarfundi hjá Samfylkingunni

auglHúsfyllir var á kynningarfundi frambjóðenda í flokksvali Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í gær.

Þar kynntu þátttakendur í flokksvalinu sig og sín áherslumál og svöruðu spurningum um fjölbreytt málefni.

Þátttakendur í flokksvalinu eru 14 talsins.

Mikil og góð stemmning var á fundinum og augljóst að það er mikill hugur í Samfylkingarfólki í Hafnarfirði.

Flokksvalið fer fram dagana 14. og 15. febrúar nk.. Kjörfundur verður í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43 og stendur frá kl.  10 -19 föstudaginn 14. febrúar og frá 10 – 18 laugardaginn 15. febrúar.

Utankjörfundaratkvæðagreiðsla fer fram í Samfylkingarhúsinu, Strandgötu 43, þriðjudaginn 11. febrúar, miðvikudaginn 12. febrúar og fimmtudaginn 13. febrúar og stendur frá kl. 16-19.

Hér má nálgast kynningarrit sem gefið var út í tilefni flokksvalsins..

1794655_10152056588039900_1632879378_n1655438_10202061198783825_613648066_oFlokkar:Hafnfirðingar

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: