Kvikmyndasafninu tryggð aðstaða til sýningarhalds í Bæjarbíói.

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar samþykkti fundi sínum í morgun drög að samningi Hafnarfjarðarbæjar og mennta- og menningarmálaráðuneytisins um að veita Kvikmyndasafni Íslands áframhaldandi stuðning til næstu þriggja ára og tryggja safninu endurgjaldslaus afnot af Bæjarbíói í tengslum við sýningarhald sitt.

Jafnframt var ákveðið að auglýsa eftir áhugasömum aðila til að taka að sér rekstur Bæjarbíós í því skyni að að nýta húsakost þess sem best og gefa fjölbreyttri menningarstarfsemi rými í bíóinu á tímum sem ekki eru nýttir af Kvikmyndasafninu.

Gunnar Axel Axelsson formaður bæjarráðs Hafnarfjarðar segir „að það sé spennandi tími framundan í starfsemi í þessu sögufræga húsi sem Bæjarbíó er. Með samningnum sem samþykktur var í menningar- og ferðamálanefnd í morgun sé tryggt að Kvikmyndasafnið geti áfram sýnt myndir í húsinu enn jafnfram verði blásið lífi í húsið með því að auglýsa eftir rekstraraðila sem gæti tekið að sér að skipuleggja ýmsa menningarstarfssemi í húsinu“.

Menningar- og ferðamálanefnd leggur ríka áherslu á varðveislugildi Bæjarbíós og mikilvægi þess að áfram verði unnið að endurbótum þess og viðhaldi.

Nánar um þetta má lesa á www.hafnarfjordur.isFlokkar:Menning

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: