Engar gjaldskrárhækkanir í Hafnarfirði

Bæjarráð samþykkti í morgun tillögu um að draga til baka fyrirhugaða hækkun sorphirðugjalds fyrir árið 2014.  Með ákvörðun sinni staðfestir bæjarráð vilja Hafnarfjarðarbæjar til að leggja sitt af mörkum til að með aðilum vinnumarkaðarins til að halda niðri verðlagi í landinu og skapa stöðugleika í efnahagsmálum.  Í desember sl. samþykkti bæjarstjórn að allar aðrar gjaldskrár sveitarfélagsins skyldu vera óbreyttar á árinu 2014 miðað við árið á undan. Þá samþykkti bæjarstjórn jafnframt lækkun fasteignaskatta annað árið í röð og að systkinaafsláttur skuli gilda þvert á kerfið, frá dagforeldrum til frístundaheimila.

Leikskólagjöld og önnur þjónustugjöld verða óbreytt á árinu 2014.  Fasteignaskattar lækka.

Leikskólagjöld og önnur þjónustugjöld verða óbreytt á árinu 2014. Fasteignaskattar lækka.Flokkar:Stjórnmál

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: