Um 90% Hafnfirðinga ánægðir með Hafnarfjörð sem búsetustað

Capacent Gallup gerði nýlega könnun um ánægju íbúa með Hafnarfjörð sem stað til að búa á. Niðurstöðurnar voru mjög góðar. Um 90% svarenda voru ánægð með sveitarfélagið sem búsetustað. Einungis 2,4% íbúa voru óánægð með sveitarfélagið. Um 65-70% íbúa eru ánægðir með þjónustuna við leik- og grunnskóla og um 82% eru ánægð með aðstöðu til íþróttaiðkunar. Um helmingur íbúa er ánægður með þjónustu við fatlaða og eldri borgara.

Nánar má lesa um könnunina hér:
http://www.hafnarfjordur.is/media/auglysingar/4023552_Hafnarfjordur_201213.pdfImageFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: