Forgangsraðað í þágu barnafjölskyldna

Í fjárhagsáætlun Hafnarfjarðarbæjar sem nú er til annarrar umræðu í bæjarstjórn er tekið undir þá áskorun sem sett hefur verið fram í tengslum við gerð kjarasamninga,  um að opinberir aðilar taki þátt í samstöðu gegn verðbólgu og til varnar kaupmætti heimilanna.

Systkinaafslættir munu gilda þvert á kerfið frá dagforeldrum til frístundaheimila

Systkinaafslættir munu gilda þvert á kerfið frá dagforeldrum til frístundaheimila

Í þeirri fjárhagsáætlun sem meirihluti Samfylkingar og VG leggur fram er  ekki gert ráð fyrir neinum gjaldskrárhækkunum í leik- og grunnskólum, né í annarri þjónustu á fræðslu- og fjölskyldusviði. Gert er ráð fyrir að fasteignaskattar á íbúðarhúsnæði lækki annað árið í röð.

Systkinaafsláttur þvert á kerfið

Þá mun ný og bætt útfærsla systkinaafsláttar taka gildi frá og með 1. janúar nk.   Systkinaafslættir munu gilda þvert á kerfið, frá dagforeldrum til frístundaheimila. Þetta er þýðingarmikil breyting fyrir foreldra barna á leik- og grunnskólaaldri, sérstaklega þann hóp sem hefur þyngstu útgjaldabyrðina í dag.Flokkar:Þjóðmál, Stjórnmál

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: