Jólaþorpið Hafnarfjörður

Jólaþorpið hefur risið í miðbæ Hafnarfjarðar frá árinu 2003 og hefur fyrir löngu markað sér fastan sess í hugum bæjarbúa. Þorpið og umgjörð þess hefur þróast ár frá ári og aðsókn þeirra sem vilja selja varning sinn í þorpinu hefur aukist með hverju árinu sem líður.

Jólaþorpið opnar laugardaginn 30. nóvember nk.

Jólaþorpið opnar laugardaginn 30. nóvember nk.

Skipulag Jólaþorpsins og framkvæmd þess er unnin í samráði við verslunar- og þjónustuaðila á miðbæjarsvæðinu og standa samtök þeirra meðal annars að skemmtilegum jólapakkaleik þetta árið þar sem kaupmenn leggja til pakkana og dregið er úr glæsilegum vinningum í Jólaþorpinu á hverjum degi.

Dagskrá Jólaþorpsins hefur líka teygt sig langt út fyrir Thorsplanið og má segja að landamæri þess hafi verið útvíkkuð með það að markmiði að gera miðbæ Hafnarfjarðar að einu stóru Jólaþorpi. Þannig mun Edda Heiðrún Backman standa fyrir fjölbreyttum viðburðum og skemmtidagskrá að Strandgötu 43 í samstarfi við skipuleggjendur Jólaþorpsins og Rauði krossins sömuleiðis. Þá hafa kaupmenn staðið fyrir skemmtilegum viðburðum, s.s. tónleikum og öðrum listviðburðum í jólamánuðinum.

Jólaþorpið í Hafnarfirði opnar laugardaginn 30. nóvember og verður opið á laugar- og sunnudögum frá 12-17. (dagskrá Jólaþorpsins má finna hér)

Eins verður opið þrjá eftirmiðdaga fram á kvöld frá 16-21, fimmtudaginn 19. desember, föstudaginn 20. desember og á Þorláksmessu.

Bærinn okkar hvetur að sjálfsöfðu alla til að líta við í miðbænum fyrir jólin, upplifa stemninguna í Jólaþorpinu og njóta þess fjölbreytta úrvals sem verslanir á svæðinu hafa upp á að bjóða.Flokkar:Hafnfirðingar, Menning

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: