Öldungaráð Hafnarfjarðar

7_gylfi_ingvarsson

Gylfi Ingvarsson er formaður Öldungaráðs Hafnarfjarðar

Öldungaráð Hafnarfjarðar hefur verið starfandi síðast liðin þrjú kjörtímabil. Að ráðinu koma ýmis félagasamtök í bænum sem skipa fulltrúa í fulltrúaráð sem síðan kýs stjórn til fjögurra ára í senn. Hlutverk Öldungaráðs er að vera umsagnaraðili bæjarstjórnar um málefni 60 ára og eldri. Stjórnin fundar að jafnaði einu sinni í mánuði og heldur fulltrúaráðsfund í maí ár hvert. Á fulltrúaráðsfundum er fjallað um eitthvað eitt ákveðið þema eins og vistunarmat á hjúkrunarheimili, íþróttir, og hreyfing fyrir aldraða, framtíð og staða öldrunarþjónustu í Hafnarfirði, auk þess að gera grein fyrir störfum stjórnar fyrir hvert starfsár. Stjórn Öldungaráðs skipa: Gylfi Ingvarsson formaður, Almar Grímsson (í fríi í haust), Guðmundur Fylkisson ritari, Halldóra Björk Jónsdóttir, Jón Ólafsson, Guðrún Jónsdóttir og María Halldórsdóttir. Fundarstaður stjórnar er í húsakynnum Hafnar.

Stjórn Öldungaráðs og Félag eldri borgara í Hafnarfirði (FEBH) funda minnst einu sinni á ári um sameiginleg málefni og til að undirbúafundi Öldungaráðs með Fjölskylduráði og einnig með bæjarráði vegna undirbúnings fjárhagsáætlunar hvers árs. Fundargerðir Öldungaráðs eru aðgengilegar á heimasíðu Hafnarfjarðar.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar hefur kallað eftir að stjórn Öldungaráðs tilnefni fulltrúa í verkefnisstjórnað uppbyggingu hjúkrunarheimilis í Hádegisskarði.

Gylfi Ingvarsson segir að „Það er ánægjulegt að Öldungaráð Hafnarfjarðar er að virka og er virt af bæjarstjórn og tekið er mark áframsetningu ráðsins á samráðsfundum, og einnig er athyglisvert að Hafnarfjörður er eina bæjarfélagið þar sem Öldungaráð er starfrækt og mættu önnur sveitarfélög taka slíkt upp í starfsemi sinni“.Flokkar:Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: