Icelandair í Hafnarfjörð

Í umsókn fyrirtækisins kemur fram að á umræddri lóð standi til að byggja upp kennslu- og þjálfurnarsetur, húsnæði fyrir flugherma og fleira.

Í umsókn fyrirtækisins kemur fram að á umræddri lóð standi til að byggja upp kennslu- og þjálfurnarsetur, húsnæði fyrir flugherma og fleira.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti í dag tillögu bæjarráðs um að úthluta Icelandair lóð undir hluta af sinni starfsemi á Vallarsvæðinu. Lóðin sem um ræðir er milli Selhellu 1 og Tjarnarvalla 15 og er 16 þúsund fermetrar að stærð. Þá samþykkti bæjarstjórn einnig að hefja vinnu við breytingu á aðalskipulagi til samræmis við óskir fyrirtækis og fyrirætlanir þess um atvinnuuppbyggingu á svæðinu.

Í umræðum í bæjarstjórn kom fram að málið ætti sér nokkurn aðdraganda og Icelandair hafi lengi haft augastað á þessu svæði fyrir hluta af sinni starfsemi, enda sé staðsetning þess og aðstæður að mörgu leyti mjög ákjósanlegar. Í umsókn fyrirtækisins kemur fram að á umræddri lóð standi til að byggja upp kennslu- og þjálfurnarsetur, húsnæði fyrir flugherma og fleira.

Gunnar Axel Axelsson formaður bæjarráðs segir að þessi umsókn undirstriki hversu mikil tækifæri liggi í atvinnuuppbygingu á þessu svæði.

Gunnaraxel

Gunnar Axel Axelsson formaður bæjarráðs segir að þessi umsókn undirstriki hversu mikil tækifæri liggi í atvinnuuppbygingu á þessu svæði.

„Þetta er ekki síður viðurkenning á því að Hafnarfjörður stendur vel í samanburði við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu hvað innviði og hagstætt umhverfi til atvinnuuppbyggingar snertir. Skemmst er að minnast nýlegrar ákvörðunar Valitor að flytja höfuðstöðvar sínar frá Reykjavík til Hafnarfjarðar og nú er allt útlit fyrir að Icelandair bætist í hóp þeirra fyrirtækja sem velja að vera í Hafnarfirði. Aukin atvinnustarfsemi styrkir ekki aðeins rekstur bæjarins og þar með þjónustuna við fjölskyldurnar í bænum, heldur hefur uppbygging af þessu tagi gífurlega jákvæð áhrif á okkar nýjustu íbúasvæði sem Áslands- og Vallarhverfi eru. Starfsemi af þessu tagi fylgja verðmæt störf og nálægð við þau styrkir íbúðabyggðina og eykur verðmæti hennar á allan hátt.“

 Flokkar:Hafnfirðingar, Stjórnmál, Viðskipti

%d bloggurum líkar þetta: