Fundað um skólamálin

skoliFöstudaginn 20. september sl. var haldinn málfundur í  Lækjarskóla um árangur og áherslur í grunnsskólum Hafnarfjarðar. Málshefjendur voru margir m.a. frá Námsmatsstofnun, frá nemendaráði, kennurum og  skólastjórnendum auk verkefnastjóra „Skólar og menntun í fremstu röð“ sem samtök  sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu standa að. Framsögunar voru um margt  upplýsandi um stöðuna hér í Hafnarfirði samanborið við nágrannasveitarfélögin.  Mörgum  athyglisverðum  spurningum var beint til málshefjenda úr sal auk þess sem  fjörugar pallborðsumræður fylgdu í kjölfarið. Ljóst er að í grunnskólum bæjarins  en unnið gott starf sem þó hefur ekki farið varhluta af afleiðingum hrunsins og almennri hagræðingu í opinberum rekstri í kjölfar þess. Því er brýnt að styðja vel við skólana á komandi mánuðum og misserum og huga að uppbyggingu og þróun þeirra til framtíðar.Flokkar:Þjóðmál, Menning, Stjórnmál

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: