Skarðshlíð 7-9-13

Á fundi sínum í gær samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar úthlutunarskilmála fyrir 1. áfanga Skarðshlíðar sem er nýtt 30 ha íbúarhverfi staðsett í hlíðinni sunnan og vestan í Ásfjalli.  Sérstök kynning  á skipulagi svæðisins og þjónustu hverfisins verður haldin í Ásvallalaug laugardaginn 7. september.

Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs

Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs

Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs segir þetta nýja hverfi vera afar spennandi kost þar sem boðið er upp á nánast allar stærðir íbúða.  „Ein af grunnforsendum við skipulag hverfisins var að bjóða upp á mikla fjölbreytni í búsetuformi.  Í fjölbýlishúsum er t.a.m. gert ráð fyrir  íbúðum frá 50-150 fm.“ Sigríður segir að undanfarin misseri hafi vissulega skapast ákveðin eftirspurn á höfuðborgarsvæðinu  eftir litlum íbúðum fyrir þá sem eru að kaupa sína fyrstu íbúð en einnig sé til staðar uppsöfnuð þörf fyrir hagkvæmar 4-5 herbergja íbúðir og að sjálfsögðu allt þar  á milli. Í Skarðshlíð eru tækifæri til þess  að koma til móts við þær þarfir að hluta til.

Séð yfir hluta Skarðshlíðar

Séð yfir hluta Skarðshlíðar

Umhverfismálin í forgrunni nýs skipulags

Sigríður vill einnig taka það sérstaklega fram að  sjálfbærnimarkmið voru höfð að leiðarljósi við skipulagsgerðina. En sökum þess að um endurskoðun deiliskipulags var að ræða var farin var sú leið að gefa leiðbeinandi tilmæli um aukin umhverfisgæði við hönnun bygginga og framkvæmdir í samræmi við ný mannvirkja- og skipulagslög. „Meðal þeirra nýjunga sem þarna eru að finnar eru ákvæði um tengingar fyrir rafbíla á fjölbýlisahúsalóðum og á bæjarlandi. Þá er lögð áhersla á að nota gróður en ekki girðingar við afmörkun lóða og sett fram tilmæli um notkun grasþekju og vistvænt byggingarefni. Einnig er lögð  áhersla á góðar tengingar hjóla og gönguleiðar bæði innan hverfis og utan. Þetta séu í raun allt áherslur sem þykja orðið sjálfsagðar víða í nágrannalöndum okkar og eru komnar til að vera.“

Glimmerskarð líklegt til vinsælda

Útivistarperlan Hvaleyrarvatn er í næsta nágrenni

Útivistarperlan Hvaleyrarvatn er í næsta nágrenni

Við endurskoðun deiliskipulagsins  var jafntframt tekin ákvörðun um að finna til ný götunöfn í samræmi við yfirheiti hverfisins sem vísar nú til örnefnisins Hádegisskarð. Allar götur bera nú endinguna -skarð en fyrri hluti götunafna er úr steinaríkinu, steinmyndanir eða íslenskar steindir. Óhætt er að segja að ein gata hafi vakið athygli umfram aðrar en það er gatan Glimmerskarð, og verður spennandi að sjá hvort þær lóðir fari hratt út.

Hagkvæm uppbygging

Aðspurð um uppbyggingahraða hverfisins, þá segir Sigríður að sérstaklega hafi verið hugsað um það að auka líkur því  að uppbygging hins nýja hverfis verði með hagkvæmum hætti. Það var gert með því  að skipta því upp í áfanga  verður til að byrja með aðeins úthlutað í áfanga 1, sem er næst Völlum 6.“

Margir hafa velt fyrir sér  vegtengingum og samgöngum til og frá þessu nýja hverfi sem staðsett er innst á Völlunum.

Sigríður svarar því til að nú þegar sé hafin vinna við veghönnun Ásvallabrautar sem verður í framtíðinni mikilvæg tengibraut á milli Vallahverfis og Áslandshverfis og mun tryggja íbúum greiða leið upp á fyrst Kaldárselsveg og svo Reykjanesbrautina. ,,Það sé þó ljóst að framkvæmdir við brautina verði ekki hafnar þegar fyrstu húsin verða í byggingu og þarf sú framkvæmd að haldast í hendur við uppbyggingu hverfisins sagði Sigríður að lokum.“

Þeir sem hafa áhuga á að kynna sér nánar úthlutun lóða, skipulagsskilmála og þjónustu í hverfinu eru hvattir til að mæta í Ásvallalaug  laugardaginn 7. september en einnig er hægt að nálgast allar upplýsingar á vefsíðu Hafnarfjarðarbæjar.Flokkar:Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál, Viðskipti

%d bloggurum líkar þetta: