Leikskólaplás fyrir öll börn 1½ árs og eldri við innritun í haust

 

leikskolinnnÁ fundi fræðsluráðs þann 26. ágúst sl. gerði þróunarfulltrúi leikskóla grein fyrir stöðu innritunarmála haustið 2013. Kom þar meðal annars fram að hægt yrði að bjóða öllum börnum frá eins og hálfs árs aldri pláss í leikskólum bæjarins við innritun í haust. Öllum börnum sem fædd eru 2011 og börnum sem fædd eru í janúar og febrúar 2012 hefur verið því verið sent boð um leikskóladvöl í Hafnarfirði.

esEyjólfur Sæmundsson formaður fræðsluráðs segir þetta mikil gleðitíðindi. „Það hefur verið stefna okkar að tryggja öllum börnum 18 mánaða og eldri leikskólapláss en hrunið sett strik í þær áætlanir. Nú þegar tekist hefur að ná þessum áfanga er eðlilegt að við hugum að nýjum markmiðum um hvernig við getum bætt þjónustuna enn frekar og mætt fjölbreittum þörfum foreldra og barna í Hafnarfirði. Það er spennandi áskorun“, segir EyjólfurFlokkar:Hafnfirðingar, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: