Brúkum bekki – aukin lífsgæði fyrir alla

Í ár verða settir niður a.m.k. 27 nýjir bekkir í tengslum við verkefnið. Ætlunin er að fjölga þeim enn frekar á næstu misserum.

Í ár verða settir niður a.m.k. 28 nýjir bekkir í tengslum við verkefnið. Ætlunin er að fjölga þeim enn frekar á næstu misserum.

Brúkum bekki er frábært verkefni unnið að frumkvæði Öldungaráðs, Félags eldri borgara í Hafnarfirði og Félags sjúkraþjálfara í samstarfi við Hafnarfjarðarbæ. Í gær var verkefninu formlega hleypt af stokkunum en tilgangur þess er að stuðla að aukinni hreyfingu eldri borgara með því að bæta aðstæður til gönguferða í nærumhverfi bæjarbúa.

Í tengslum við verkefnið hefur umhverfis- og framkvæmdasvið bæjarins teiknað upp sérstakt göngukort af þeim svæðum sem ætlunin er að leggja áherslu á. Búið er að kortleggja 3 leiðir (í þessum áfanga) og verða bekkir sem þessir staðsettir með reglulegu millibili svo hægt sé að setjast niður og hvílast. Miðað er við að ekki sé lengra 2-300 metrar á milli bekkja.

Gylfi Ingvarsson formaður Öldungaráðs setur verkefnið formlega af stað og býður gesti velkomna.

Gylfi Ingvarsson formaður Öldungaráðs setur verkefnið formlega af stað og býður gesti velkomna.

Skipuleggjendur verkefnisins hafa leitað eftir stuðningi fyrirtækja og félagasamtaka í Hafnarfirði við verkefnið og hafa viðtökurnar verið mjög góðar. Nú þegar hefur fjöldi fyrirtækja og félagasamtaka gerst aðilar að verkefninu og styrkt kaup nýrra bekkja og hefur Hafnarfjarðarbær einnig keypt 10 nýja bekki í tengslum við verkefnið. Í sumar verða settir niður 28 nýjir bekkir í tengslum við verkefnið en gert er ráð fyrir að áfram verði unnið að því að byggja upp gönguleiðanetið í bænum og bæta aðstæður til gönguferða í framhaldi af þessum fyrsta áfanga. Þá er einnig gert ráð fyrir að Landsbjörg muni hnitmerkja hvern bekk, en með því móti er ætlunin að bæta enn frekar öryggi þeirra sem nýta gönguleiðirnar sér til heilsubótar.

Einnig var leitað til Iðnskólans í Hafnarfirði um samstarf um hönnun bekkja sem hægt væri að nota á svæðum eins og við Ástjörn og Hvaleyrarvatn og tæki mið af umhverfinu og hefur það verið sett inn í námskrá og verður áfram í vinnslu á næstu önn.Flokkar:Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: