Markmiðið með flokkuninni er í raun fjölþætt. Til að mynda dregur markviss flokkun úrgangs úr urðun og stuðlar þar með að lægri kostnaði við meðhöndlun og förgun úrgangs. Þá stuðlar flokkun og endurvinnsla einnig að betri nýtingu náttúruauðlinda og má gera ráð fyrir að endurvinnsla SORPU á pappír minnki meðal annars ágang á skóga. Flokkaður úrgangur er líka verðmæti sem er skynsamlegt að nýta. Pappír er til dæmis ekki rusl heldur efni sem hægt er að nota aftur og aftur. Niðurstaðan er því sú að endurvinnsla pappírs séhagkvæm og henni fylgi einnig umhverfislegur ávinningur.
Kópavogur, Mosfellsbær innleiddu Blátunnufyrirkomulagið í fyrra og Reykjavíkurborg lauk við innleiðingu þess í vor. Reynsla þessara sveitarfélaga er góð og hefur magn pappírs sem flokkaður er frá öðru rusli og skilað í bláu tunnuna tvöfaldast á milli ára í Reykjavík. Í apríl í fyrra var til að mynda 80 tonnum af pappír skilað til endurvinnslu en 160 tonnum í apríl 2013.
SORPA er móttökuaðili fyrir allan pappír úr Blátunnunni, og kemur honum til endurvinnslu. Pappírinn er pressaður í bagga í móttökustöð SORPU í Gufunesi og þaðan er hann sendur til Svíþjóðar þar sem IL Recycling endurvinnur nýjar vörur úr honum.
Í Hafnarfirði verður boðið verður uppá ýmsar lausnir, meðal annars fyrir fjölbýli og verða þær auglýstar og kynntar fyrir bæjarbúum í sumar. Húsfélög munu að þessu tilefni fá sendan kynningarbækling sem innheldur upplýsingar um þær leiðir sem hægt er að fara við innleiðingu Blátunnufyrirkomulagsins og pappírsflokkunar í fjölbýlum. Í ljósi þess að pappír er að meðaltali um 40% af heildarsorpi hvers heimilis má gera ráð fyrir að í flestum tilvikum verði óhætt að fækka svörtum tunnum í stað þeirra bláu.
Samhliða dreifingu Blátunnunar verður þeim tilmælum beint til íbúa að þeir setji ekki málma ekki með ruslapokunum í svöru tunnurnar, heldur skoli þá og setji beint í tunnurnar. Á móttökustað Sorpu í Gufunesi eru málmarnir síðan flokkaðir frá öðru sorpi með sérstökum tæknibúnaði og nýttir til endurvinnslu.
Hægt að nálgast ýmsar upplýsingar um Blátunnuna á http://www.blatunna.is og vil ég óska öllum íbúum Hafnarfjarðabæjar til hamingju með þetta stóra og mikilvæga skref. Ég hlakka til að stíga það með ykkur.
Höfundur er formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Hafnarfjarðarbæjar