Bæjarstjórn samstíga í vatnsverndarmálum

Kaldárbotnar

Kaldárbotnar


Bæjarstjórn Hafnarfjarðar var samstíga umræðum og í afstöðu sinni til erindis Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til Orkustofnunar, en OR sækist eftir heimild til aukinnar vatnstöku í Vatnsendakrikum í Heiðmörk.

Hafnarfjörður hefur nýtt sjálfrennandi vatn úr Kaldárbotnum síðan 1918 eða í 95 ár. Kaldárbotnar eru náttúrulegar lindir með fyrsta flokks drykkjarvatni sem veita fyrirtækjum og íbúum Hafnarfjarðar neysluvatn án þess að utanaðkomandi orku sé þörf. Vatnsbólin í Kaldárbotnum eru í hæsta gæðaflokki, sjálfbær og órofinn hluti af þeirri jákvæðu ímynd sem er á gæðum drykkjarvatns í Hafnarfirði. Nú þegar liggja fyrir sterk rök fyrir því að dæling Orkuveitu Reykjavíkur og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum hafi áhrif á grunnvatnshæð í Kaldárbotnum. Því lagðist bæjarstjórn alfarið gegn því á að Orkustofnun heimili aukna vinnslu vatns í Vatnsendakrikum.Flokkar:Stjórnmál

<span>%d</span> bloggurum líkar þetta: